Framsókn

Skerðing frá árinu 2020 nemur tveggja mánaða vinnsluBjörg EA á miðunum /Mynd:samherji.is

Skerðing frá árinu 2020 nemur tveggja mánaða vinnslu

Fiskveiðiheimildir Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa í bolfiski skerðast verulega á nýju fiskveiðiári sem hófst 1. september, sérstaklega í þorski og gullkarfa. Þetta kemur fram á vef Samherja.

„Þorskurinn er verðmætasta fisktegundin við Ísland og meginuppistaðan í veiðum og vinnslu. Því er ljóst að á yfirstandandi fiskveiðiári verður mikil áskorun að halda úti fullri starfsemi í fiskvinnsluhúsum félaganna. Miðað við fiskveiðiárið 2020/21 hafa veiðiheimildir félaganna í þorski dregist saman um nærri fimmtung, eða um 3.800 tonn,“ segir í tilkynningu á vef Samherja.

Samtals er skerðing veiðiheimilda Útgerðarfélags Akureyringa og Samherja á yfirstandi fiskveiðiári í ofangreindum tegundum rúm 1.220 tonn miðað við nýliðið fiskveiðiár. Veiðiheimildir félaganna í þorski á þessu fiskveiðiári dragast saman um 6,3%. Verulegur samdráttur er í gullkarfa og djúpkarfa eða 20 til 21%. Veiðiheimildir í ufsa skerðast sömuleiðis um 8,1%. Á móti kemur að veiðiheimildir í ýsu aukast sem nemur um 47%. Grálúða stendur í stað.

Nánari umfjöllun má finna á vef Samherja með því að smella hér.

VG

UMMÆLI

Sambíó