Nýr veitingastaður opnar á Akureyri

Nýr veitingastaður opnar á Akureyri

Veitingastaðurinn Mysa hefur opnað á Akureyri. Mysa er systurstaður Eyju Vínstofu & Bistro og deilir húsnæði með staðnum sem opnaði fyrr í sumar. Frá þessu er greint á veitingageirinn.is.

Veitingastaðirnir eru við Hafnarstræti 90 á Akureyri, þar sem menningarhúsið Flóra var áður til húsa. Staðnum hefur skipt í tvær einingar. Eyja Vínstofa & Bistro er í aðalrýminu en Mysa er í austursalnum. Þar er „nordic cuisine” einkennandi og aðeins 16 sæti í boði hverju sinni. Eigandi Eyju Vínstofu & Bistro er Einar Hannesson.

Yfirkokkur er Matthew Wickstrom en hann er frá Portland, Oregon í Bandaríkjunum. Matt starfaði meðal annars á Dill í Reykjavík og vann sig upp á nokkrum af bestu veitingastöðum Portland.

Nánar er fjallað um staðinn á veitingageirinn.is.

VG

UMMÆLI