Framsókn

Þórsarar eru Íslandsmeistarar

Þórsarar eru Íslandsmeistarar

Karlalið Þórs í rafíþróttum varð síðustu helgi Íslandsmeistari þegar liðið sigraði Ljósleiðaradeildina í Counter-Strike. Þórsarar tryggðu sér sigur í deildinni með sigri á þá ríkjandi Íslandsmeisturunum í liði NOCCO Dusty.

Með sigrinum komust Þórsarar í 32 stig á toppnum, fjórum stigum ofar en Dusty í öðru sætinu. Andri Þór Bjarnason, Davíð Matthíasson, Alfreð Leó Svansson, Pétur Örn Helgason, Antonio Kristófer Salvador og Hafþór Örn Pétursson skipa Íslandsmeistaralið Þórs.

Bjarni Sigurðsson, formaður rafíþróttadeildar Þórs, var í sjöunda himni í spjalli við heimasíðu Þórs eftir sigurinn. „Ég er gríðarlega stoltur af stákunum að sigla þessu heim og óska þeim innilega til hamingju með þennan árangur, þeir eru ekki bara að skrifa sögu rafíþróttadeildarinnar heldur eru að setja sig á spjöld sögunnar hjá Þór,“ segir Bjarni.

Íslandsmeistaratitillinn er sá þriðji sem karlalið félagsins í hópíþrótt í meistaraflokki vinnur í tæplega 109 ára sögu félagsins. Áður höfðu Þórsarar tvívegis orðið Íslandsmeistarar karla í innanhúsfótbolta, 1993 og 2001.

Lokastigatöfluna ásamt fleiri gögnum má nálgast á Frag.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó