NTC

Lofti hleypt úr dekkjum bíla á Akureyri

Lofti hleypt úr dekkjum bíla á Akureyri

Samkvæmt heimildum Kaffisins liggja fjögur ungmenni á Akureyri undir grun um að hafa hleypt lofti úr dekkjum að minnsta kosti 13 bíla á Akureyri, mánudagskvöldið 8. janúar.

Samkvæmt heimildum urðu í sumum tilfellum eignatjón á felgum bílanna og í einu tilfelli var hleypt lofti úr öllum dekkjum á bíl hjá fötluðum manni.

Einn þeirra einstaklinga sem varð fyrir skemmdarverkunum segir að eignatjón hjá sér séu upp á 100 þúsund krónur. Einstaklingurinn sem vill ekki láta nafns síns getið segir að hann telji sig vita hverjir voru að verki og að lögreglan hafi fengið kærur frá honum ásamt fleirum.

Málið er komið inná borð lögreglunnar á Norðurlandi eystra, en í samtali við Kaffið.is gat lögreglan ekki gefið neinar upplýsingar um málið að svo stöddu.

Sambíó

UMMÆLI