Fimmtíu í sóttkví eftir að smit kom upp hjá barni á PálmholtiLeikskólinn Pálmholt. Mynd: Akureyrarbær.

Fimmtíu í sóttkví eftir að smit kom upp hjá barni á Pálmholti

Smit kom upp hjá barni á leikskólanum Pálmholti á laugardaginn. Fjörutíu börn af tveimur deildum ásamt 10 starfsmönnum voru innan sama sóttvarnarhólfs á föstudag og þurfa því í sóttkví til 20. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Sýnataka hjá þeim sem eru komnir í sóttkví fer fram föstudaginn 13. nóvember.Í tilkynningu segir að málið sé unnið í nánu samstarfi við smitrakningarteymi almannavarna og húsnæði leikskólans var sótthreinsað í gær. Að öðru leyti er hefðbundið leikskólastarf í Pálmholti í dag, mánudaginn 9. nóvember.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó