Í gær vann lögreglan á Norðurlandi eystra að verkefninu Löggutíst á Twitter til þess gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni bárust og hversu margvísleg þau kunna að vera.
Verkefnið fól í sér að lögreglan notaði samfélagsmiðla til þess að segja frá öllum verkefnum sem komu á borð lögregluliða frá því klukkan 16:00 til 04:00 aðfaranótt sunnudags 17.desember.
Við hjá Kaffinu höfum tekið saman bestu tístin hjá lögreglunni:
Tilkynnt um árásarboð frá verslun á Húsavík. Við strax á staðinn. Starfsmaður rak sig óvart í takkann. Allt í góðu. #löggutíst.
— LögreglanNorðEystra (@LogreglanNE) December 16, 2017
Tilkynnt um bónda sem er búinn að kveikja bál skammt frá bænum sínum og er líklega að brenna rusl. Farið í málið og rætt við hann #löggutíst #fire Betra að mæta bara á áramótarbrennu.
— LögreglanNorðEystra (@LogreglanNE) December 16, 2017
Í löngu og ströngu eftirliti um Aðaldal og Reykjadal er gott að stoppa og hlaða á Tankinn. Hér virðir Hreiðar Aðalvarðstjóri á Húsavík fyrir sér matseðilinn. Nú er spurning, hvað ætti hann að fá sér? #löggutíst pic.twitter.com/AwXx6J7itd
— LögreglanNorðEystra (@LogreglanNE) December 16, 2017
Einn á vaktinni spurði varðstjórann áðan „hvernig er það með útrunnin endurskinsmerki… nei ég meina útrunnin ökuréttindi“ Að sjálfsögðu heyrði twitter-fulltrúi kvöldsins þetta. #löggutíst #mismæli #samtgott
— LögreglanNorðEystra (@LogreglanNE) December 16, 2017
Tilkynnt um hávaða í heimahúsi. Þar reyndust vera þrír ungir piltar og hávaðinn var vegna ákafa í leikjatölvu-spilun þeirra. Þeir lofuðu að róa sig. Vitum ekki í hvaða leik þeir voru. #löggutíst
— LögreglanNorðEystra (@LogreglanNE) December 17, 2017
Eftirlit á Síðasta Palla ballið í Sjallanum….. (síðasta í þessari viku allavegna) #HvaðætliHafiVeriðHaldinMörgLokaSjallaböll #löggutíst
— LögreglanNorðEystra (@LogreglanNE) December 17, 2017
Kíktum í eftirlit á Græna Hattinn og Halla lögreglustjóri hitti Ármann sem er nú ljótur hálfviti. #löggutíst #SvonaÞiðFattiðÞennan 🙂 pic.twitter.com/0jHSHl0Y01
— LögreglanNorðEystra (@LogreglanNE) December 17, 2017
UMMÆLI