Vogue fyrir heimilið opnar nýja og stærri verslun á Glerártorgi

Vogue fyrir heimilið opnar nýja og stærri verslun á Glerártorgi

Vogue fyrir heimilið opnar nýja verslun á Akureyri í dag, 12. október, klukkan 12.00 á Glerártorgi. Verslun Vogue fyrir heimilið á Akureyri var áður staðsett í Hofsbót 4 en flytur nú í stærra húsnæði.

„Við hlökkum ótrúlega til að bjóða ykkur velkomin í nýju og glæsilegu verslunina okkar á Glerártorgi, og í tilefni opnunarinnar verðum við með fullt af flottum tilboðum. Til að mynda verða stillanleg rafmagnsrúm frá Ergomotion á 20% afslætti og fylgir nótt fyrir tvo á hótel Berjaya Reykjavik Natura með hverju seldu rúmi. Einnig verður 20% afsláttur af Wizz hægindastólunum sem Íslendingar elska, 20% afsláttur af allri vefnaðarvöru og fleiri frábær tilboð.“ segir Kristín Þöll, verslunarstjóri Vogue fyrir heimilið á Akureyri. 

Vogue fyrir heimilið hefur þjónustað Íslendinga í yfir 70 ár og hefur alla tíð lagt megináherslu á fyrsta flokks þjónustu, vandað vöruúrval og sanngjörn verð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó