Framsókn

Úti alla nóttina – Opið allan sólahringinn í Hlíðarfjalli

Myndin var tekin á Andrésar Andar leikunum sem voru haldnir síðustu helgi í Hlíðarfjalli. Mynd: Pedromyndir.

Nú er sumarið komið og það þýðir að dagarnir eftir til að skíða í Hlíðarfjalli eru örfáir. Komandi helgi, helgin 27. – 29. apríl, verður síðasta opnunarhelgin í fjallinu og af því tilefni hefur Hlíðarfjall auglýst viðburðinn: Úti alla nóttina. Þá verður skíðað í gegnum nóttina og ýmislegt gert til að halda upp á þessi tímamót sem væntanlega verður auglýst nánar í vikunni. Lyfturnar verða opnaðar kl. 14 föstudaginn og koma til með að vera í gangi alveg þangað til kl. 16 á laugardaginn.

Nánar um viðburðinn má lesa á facebook-viðburðinum Úti alla nóttina. 

VG

UMMÆLI

Sambíó