Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir komandi alþingiskosningar hófst í gær. Kjördagur er eftir fimm vikur, laugardaginn 25. september. Á Norðurlandi eystra verður hægt að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumannaembættum.
Þrátt fyrir að kosning utan kjörfundar sé hafin er framboðsfrestur til Alþingis ekki liðinn en hann rennur út klukkan 12 á hádegi þann 10. september næstkomandi. Fyrir þann tíma liggur ekki fyrir hvaða stjórnmálasamtök bjóða fram lista í komandi kosningum til Alþingis.
Vegna þessa liggja ekki frammi upplýsingar um framboðslista og listabókstafi, á þeim stöðum þar sem kosning utan kjörfundar fer fram. Kjósendur sem greiða atkvæði utan kjörfundar skulu rita listabókstaf þess flokks sem þeir kjósa með eigin hendi. Stimplar með listabókstöfum verða til reiðu þegar fyrir liggur hverjir eru í framboði.
Sýslumenn hafa umsjón með utankjörfundaratkvæðagreiðslu en hún fer fram á eftirfarandi stöðum:
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram sem hér segir:
Akureyri – Mánudaga til fimmtudaga frá 9:00-15:00 og föstudaga frá 9:00-14:00.
Húsavík – Mánudaga til fimmtudaga frá 9:00-15:00 og föstudaga frá 9:00-14:00.
Siglufjörður – Mánudaga til fimmtudaga frá 9:00-15:00 og föstudaga frá 9:00-14:00.
Þórshöfn – virka daga frá 10:00-14:00
Nánari tilhögun utankjörfundaratkvæðagreiðslu í samstarfi við sveitarfélög og sjúkrastofnanir verður auglýst síðar.
UMMÆLI