Upplifði fordóma þegar hann var ungur á AkureyriSkjáskot: Vísir.is/Einkalífið

Upplifði fordóma þegar hann var ungur á Akureyri

Patrekur Jaime er gestur vikunnar í Einkalífinu á Vísi.is. Patrekur hefur undanfarið slegið í gegn í raunveruleikaþáttunum Æði á Stöð 2+.

Patrekur er ættaður frá Akureyri en hann segir frá því í Einkalífinu að hann hafi stundum fengið að kenna á því í grunnskóla vegna þess hvernig hann leit út og hvernig hann hagaði sér. Hann segist hafa gert sér snemma grein fyrir því þegar hann var ungur að hann væri samkynhneigður.

„Ég get samt ekki sagt að ég hafi verið lagður í einelti og ég var sjálfur mikið að stríða og var alls ekki besta barnið,“ segir Patrekur.

„Ég upplifði alveg fordóma þegar ég var yngri, á yngsta stiginu. Ég er með tvö útlensk nöfn og aðeins dekkri en flestir aðrir í skólanum mínum. Svo hef ég alltaf verið kvenlegri og alltaf verið mjög kvenlegur og maður fann alveg fyrir því. Fótboltastrákarnir á Akureyri hata mig, en ég hata þá alveg líka,“ segir Patrekur í viðtalinu við Einkalífið sem má hlusta á í heild sinni með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó