Unglingameistaramót Íslands í Hlíðarfjalli um helgina

Unglingameistaramót Íslands í Hlíðarfjalli um helgina

Unglingameistaramót Íslands 2025 verður haldið í Hlíðarfjalli um helgina. Setning mótsins er í kvöld kl. 20 en keppt verður frá föstudegi til sunnudags.

Keppt verður í svigi, stórsvigi og samhliða svigi í flokkum 12-13 ára og 14-15 ára stúlkna og drengja.

Aðstæður eru með betra móti í Hlíðarfjalli miðað við það sem verið hefur í vetur og veðrið leikur við hvurn sinn fingur. Hins vegar vantar meiri snjó nokkuð víða og þá sérstaklega á efri hluta svæðisins. Allar brekkur eru opnar og færið það sem kallað er gott vorfæri. Þetta segir á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Nánari upplýsingar um mótið og keppendur er að finna á heimasíðu Skíðasambands Íslands.

Sambíó
Sambíó