Spánarmeistarar Valencia í körfubolta sem Tryggvi Snær Hlinason leikur með mættu Anadolu Efes frá Tyrklandi í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu um helgina. Valencia vann 78-71 sigur.
Tryggvi kom við sögu í leiknum en hann spilaði sex mínútur og skoraði tvö stig. Þetta eru fyrstu stig Tryggva í keppninni en hann er aðeins annar Íslendingur í sögunni til að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í körfubolta.
Tryggvi sem gekk til liðs við Valencia frá Þór Akureyri fyrr á þessu ári tók einnig eitt frákast og varði eitt skot í vörninni.
UMMÆLI