Framsókn

Tryggvi einn af efnilegustu leikmönnum Evrópu

Tryggvi Snær Hlinason leikmaður Valencia í spænskudeildinni í körfubolta er á lista hjá vefsíðunni  Eurohoops birtir yfir fimm unga leikmenn í Evrópuboltanum sem gætu verið næstir til að stíga skrefið í NBA deildina.
 
Tryggvi gekk til liðs við Valencia frá Þór Akureyri fyrr á árinu og hefur nú þegar fengið tækifæri hjá liðinu. Í grein Eurohoops er fjallað um leikmenn sem hófu feril sinn í Evrópu en spila nú í NBA deildinni í körfubolta, stærstu deild í heimi. Tryggvi er talinn líklegur til að feta í fótspor þeirra.

Saga Tryggva er rakinn í greininni og talað um hann sem einsdæmi í körfuboltasögunni en Tryggvi byrjaði einungis 15 ára gamall að æfa körfubolta. Ásamt Tryggva á listanum eru Lettinn Rodions Kurucs (19 ára, Barcelona), Bosníumaðurinn Dzanan Musa (18 ára, Cedevita Zagreb), Lettinn Anzejs Pasecniks (21 árs, Gran Canaria) og Slóveninn Luka Doncic (18 ára, Real Madrid).

Til að lesa greinina í heild sinni er hægt að smella hér.

VG

UMMÆLI

Sambíó