Karl skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hvernig getum við tryggt það að á Íslandi verði fullnægandi þjónusta á landsbyggðinni fyrir komandi kynslóðir svo dreifbýli leggist ekki niður? Þetta er auðvitað þekkt vandamál á Íslandi en nú blasir rétta tækifærið við að ráðast í kerfisbreytingar með skynsamlegum hætti. Það ætlum við í Miðflokknum að ráðast í og gera, þannig að það gagnist öllum Íslendingum.
Minni uppbygging hefur átt sér stað á landsbyggðinni vegna þess að ungt fólk flytur frá sveitunum til að stunda nám erlendis eða í þéttbýli hér á landi. Ef við setjum það í samhengi þá hefur íbúðafjöldi ekki aukist nema um 470 íbúðir á Norðurlandi Eystra frá 2010. til 2016. skv. Þjóðskrá Íslands.
Við ætlum að að horfa til nágrannaþjóða okkar varðandi dreifingu skatta eftir köldum svæðum. Meðal annars ætlum við að endurgreiða virðisaukaskatt á nýbyggingu húsnæðis og leggja fram skattalega hvata fyrir fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni.
Einnig þarf að horfa á samgöngur landsins og auðvelda ferðalög um allt land með sem lægstum kostnaði. Þá ber að nefna “lestarkerfið okkar” sem er innanlandsflugið. Um leið og niðurgreiðsla miðaverðs á innanlandsflugi og uppbygging flugvalla með aðgengi um allt land í fyrirrúmi mun það auðvelda og hvetja fólk til búsetu á landsbyggðinni.
Þetta er það sem ég vil sjá fyrir mína kynslóð og framtíð Íslands. Við unga fólkið þurfum sérstaklega að horfa á okkar framtíð og móta hana þannig að Ísland allt verði uppbyggilegt og að fullnægandi búsetuskilyrði verði á landsvísu.
„VertuMemm” og mótaðu Ísland allt með Miðflokknum.
UMMÆLI