Miðvikudaginn 30. apríl verður mikið um að vera í blásaradeild Tónlistarskólans á Akureyri. Um morguninn bjóða yngri blásarasveitirnar nemendum úr hinum ýmsum grunnskólum í heimsókn í Hof að hlusta á hressa og skemmtilega tónleika. Síðar um daginn, milli klukkan 16:30-18:00 býður blásaradeild skólans upp á opna prufutíma fyrir alla sem vilja. Þar verður hægt að kynnast hljóðfærum- og kennurum blásaradeildarinnar.
