Glerárkirkja á Akureyri bauð upp á svokallaða skyndi-skírn í fyrsta sinn í gær á Sumardeginum fyrsta. Tíu börn á aldrinum þrettán mánaða til fjórtán ára voru skírð í skyndi-skírninni. Fjallað var um viðburðinn í fréttum RÚV.
Séra Hildur Björk Hörpudóttir, prestur í Glerárkirkju, segir í samtali við fréttastofu RÚV að færri hafi komist að en vildu og að skyndi-skírnin í gær hafi ekki verið sú síðasta í Glerárkirkju.