NTC

Tilraunarverkefni með kvennaathvarf á Akureyri framlengt

Tilraunarverkefni með kvennaathvarf á Akureyri framlengt

Stjórn samtaka um kvennaathvarf hefur ákveðið að framlengja tilraunaverkefni með kvennaathvarf á Akureyri út árið 2021. Þetta kemur fram á RÚV.

Þar segir að frá því að athvarfið opnaði um mitt síðasta ár hafi 20 konur og börn dvalið í húsinu í rúmlega 400 daga.

Neyðarathvarfið var opnað á Akureyri í lok ágúst í fyrra fyrir konur og börn sem þurfa að flýja heimili sín vegna ofbeldis. Samtök um kvennaathvarf, Aflið og Bjarmahlíð standa að athvarfinu sem var upphaflega opnað í tilraynaskyni til hálfs árs.

Sjá einnig: Söfnuðu hátt í 1.5 milljónum til styrktar Kvennaathvarfsins á Norðurlandi

Signý Valdimarsdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins á Norðurlandi, segir í samtali við RÚV að ákveðið hafi verið að halda þessu áfram sem tilraunarverkefni í bili hún reikni þó með að þetta sé komið til að vera. 

„Við reiknum svo sem að þetta sé komið til þess að vera en það voru bara ekki forsendur til að fara að meta það núna en það var ákveðið að halda þessu sem tilraunaverkefni áfram,“ segir Signý í samtali við RÚV.

Hún segir að þörfin fyrir kvennaathvarf sé klárlega til staðar á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI