Búið er að velja í A og B landslið í alpagreinum fyrir næstkomandi keppnistímabil en Skíðasamband Íslands tilkynnti hóp sinn í gær og eru þrír fulltrúar frá Skíðafélagi Akureyrar á meðal þeirra tólf sem valin voru.
Þetta eru þau María Guðmundsdóttir (A-lið), Katla Björg Dagbjartsdóttir (B-lið) og Magnús Finnsson (B-lið).
Hápunktur næsta tímabilis verða Ólympíuleikarnir í Suður-Kóreu en að auki mun hópurinn fara í nokkrar æfinga- og keppnisferðir, svosem keppni í álfubikar og fleiri sterkum mótum. Landsliðsþjálfari er Egill Ingi Jónsson.
A-landslið
Freydís Halla Einarsdóttir
Helga María Vilhjálmsdóttir
María Guðmundsdóttir
Sturla Snær Snorrason
B-landslið
Andrea Björk Birkisdóttir
Georg Fannar Þórðarson
Hjördís Kristinsdóttir
Katla Björg Dagbjartsdóttir
Kristinn Logi Auðunsson
Magnús Finnsson
María Finnbogadóttir
Sigurður Hauksson
UMMÆLI