NTC

Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri: Wolfgang Hainke

Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri: Wolfgang Hainke

Þriðjudaginn 1. október kl. 17-17.40 heldur þýski myndlistarmaðurinn Wolfgang Hainke Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri um Flúxus-sýningarverkefnið Stranded – W(h)ale a Remake Portfolio – More Than This, Even, sem sett var upp í sölum 10 og 11 í Listasafninu síðastliðið vor. Aðgangur er ókeypis.

Mynd/www.danielstarrason.com

Sýningin samanstendur af verkum unnum í mismunandi miðla sem öll fjalla um eða tengjast hvölum á einn eða annan hátt. Hönnun sýningarinnar og vinnsla verkanna er í anda Flúxushreyfingarinnar og hefur hún verið sett upp víða, s.s. í Búdapest í Ungverjalandi og í Recife í Brasilíu. 

Á sýningunni mátti sjá – utan endurgerðar á verki Marcel Duchamp BOITE-EN-VALISE (1968) – endurprentun af risastóru málverki Franz Wulfhagen frá 1669 sem sýnir hvalreka. Verkið var fyrst sýnt í ráðhúsi Bremen í Þýskalandi, en Wulfhagen var einn af nemendum Rembrandt. Einnig voru verk eftir þekkta Flúxus listamenn á sýningunni, s.s. AY-O, Nam June Paik og Emmett Williams; listamenn er seinna tengdust Flúxus, s.s. Boris Nieslony, Ann Noël, Jürgen O. Olbrich, Pavel Schmidt og Natalie Thomkins, sem og Avantgarde listamennina Richard Hamilton, Allan Kaprow og Daniel Spoerri. 

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri og Gilfélagsins. Aðrir fyrirlesarar eru Snæfríður Sól Gunnarsdóttir, leikstjóri og listakona, Yuliana Palacios, myndlistarkona, Loji Höskuldsson, myndlistarmaður, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, tónlistarkona, og Anna Richardsdóttir, gjörningalistakona.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó