Þórsurum spáð falli

Mynd: Þórsport

Þór frá Akureyri er spáð neðsta sæti í Dominos deild karla samkvæmt spá þjálfara og fyrirliða í deildinni. Nýliðum Hattar frá Egilsstöðum er einnig spáð falli en þeim er þó spáð töluvert betri árangri en Þór.

Samkvæmt spánni verður fallbaráttan á milli Þórs, Hattar og Vals en þeim er spáð langt fyrir neðan næstu lið. Þórsurum er einnig spáð falli í spá karfan.is en þar er þeim spáð fyrir ofan Hött í 11. sæti. 

Talsverðar breytingar hafa orðið á liðinu sem komst í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Hjalti Þór Vilhjálmsson tók við liðinu í sumar af Benedikti Guðmundssyni. Þá er Tryggvi Snær Hlinason sem spilaði lykilhlutverk í liðinu á síðasta tímabili farinn út til Spánar í atvinnumennsku með liði Valencia.

Þórsarar hefja leik í deildinni gegn Haukum á útivelli þann 6. október næstkomandi.

Hér að neðan má sjá spánna í heild sinni:

Spá þjálfara og fyrirliða:
1. KR                                     414 stig
2. Tinda­stóll                       403 stig
3. Grinda­vík                       319 stig
4. Njarðvík                         267 stig
5. Stjarn­an                         266 stig
6. Þór Þ.                              246 stig
7. Kefla­vík                          239 stig
8. ÍR                                      191 stig
9. Hauk­ar                            189 stig
10. Val­ur                                 89 stig
11. Hött­ur                               84 stig
12. Þór Ak.                             60 stig

Spá af karfan.is:

1. KR – 11.73 stig
2. Tindastóll – 10.48 stig
3. Grindavík – 9.55 stig
4. Stjarnan – 8.61 stig
5. Keflavík – 7.61 stig
6. Njarðvík – 7.18 stig
7. Þór Þ 7.03.stig
8. ÍR – 4.97 stig
9. Haukar – 4.52 stig
10. Valur – 2.48 stig
11. Þór Akureyri – 1.97 stig
12. Höttur – 1.91 stig

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó