Þórsstelpur tryggðu fyrsta titil Þórs í körfubolta í tæp 50 ár

Þórsstelpur tryggðu fyrsta titil Þórs í körfubolta í tæp 50 ár

Kvennalið Þórs í körfubolta vann í kvöld sögulegan sigur á móti Keflavík. Liðið tryggði sér titilinn Meistarar meistaranna með sigrinum og unnu þar með fyrsta titil Þórs í körfubolta í tæp 50 ár.

Í umfjöllun á vef Þórsara segir að margir leikmenn liðsins hafi átt flottan leik í dag: „Sér i lagi Maddie Sutton og Amandine Toi sem skiluðu frábærri tölfræði. Fyrst og fremst var andinn og baráttuviljinn í liðinu til háborinnar fyrirmyndar.“

Þá er það orðið staðreynd að fyrsti titill Þórs í körfubolta í tæp 50 ár er kominn í hús! En stelpurnar okkar urðu í dag meistarar meistaranna með sigri á Keflavík. Margir leikmenn áttu flottan dag en sér i lagi Maddie Sutton og Amandine Toi sem skiluðu frábærri tölfræði. Fyrst og fremst var andinn og baráttuviljinn í liðinu til háborinnar fyrirmyndar!“

Mynd: Maddie Sutton, fyrirliði Þórs með bikarinn. Valgerður Daníelsdóttir/Thorsport.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó