Líkt og venjan er á Sumardaginn fyrsta fer Vorkoma Akureyrarbæjar fram í dag. Á þessum árlega viðburðir veitir Akureyrarbær hinar ýmsu viðurkenningar, auk þess sem tilkynnt er um bæjarlistamann ársins sem og sumarlistamann Akureyarbæjar. Vorkoman hófst klukkan 17:00 og er að þessu sinni haldin í Menningarhúsinu Hofi. Blaðamaður Kaffisins er á staðnum og fluttar verða fréttir af viðburðinum á meðan á honum stendur.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyarbæjar, afhendir Heiðursviðurkenningu menningarmála. Þessi verðlaun eru veitt árlega fyrir framlag til menningarmála á Akureyri. Handhafar þeirra í ár eru Rafn Sveinsson trommuleikari, Anna Richardsdóttir listakona og Þórarinn Hjartarson plötusmiður.
Kraftmikil ræða
