Þór tapaði á Sauðárkróki

Sindri Davíðsson var stigahæstur í liði Þórs. Mynd: Þórsport

Þórsarar mættu Tindastól á Sauðárkróki í Dominos deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Þórsarar byrjuðu ágætlega en misstu Tindastól fljótlega fram úr sér.

Tindastóls menn juku forskotið hægt og rólega í gegnum leikinn. Í lok þriðja leikhluta var staðan 72-55 Tindastól í vil og Þórsarar virtust þreyttir. Svo fór að leiknum lauk með 22 stiga mun 92-70 fyrir heimamönnum.

Sindri Davíðsson var stigahæstur í liði Þórs með 23 stig en hon­um fylgdi Marqu­es Oli­ver með 21 stig og 15 frá­köst.

Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Hetti fimmtudaginn 26. Október og hefst sá leikur klukkan 19:15 í Íþróttahöllinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó