Þór tapaði í fyrsta leik úrslitakeppninnarMynd/Þór

Þór tapaði í fyrsta leik úrslitakeppninnar

Þór tapaði með miklum mun gegn Fjölni í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni 1. deildarinnar í körfubolta, liðin áttust við í Reykjavík í gærkvöldi.

Leiknum lauk með 32 stiga sigri heimamanna, 100-68, í leik þar sem Fjölnir hafði yfirhöndina frá upphafi. Tim Dalger skoraði mest fyrir Þór, 26 stig og tók níu fráköst.

Næsti leikur fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri mánudaginn 31.mars næstkomandi.

Sambíó
Sambíó