Þór sigraði toppliðið

Heiða Hlín átti stórleik. Mynd: Þórsport

Þórsstúlkur komust upp í 3. sæti 1. deildar í körfubolta með frábærum sigri á toppliði Grindavíku um helgina. Leikurinn fór fram í Grindavík og þurfti framlengingu til að ráða úrslitum.

Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur en í lok fyrsta leikhluta höfðu Þórsstúlkur náð forskoti 21-22. Þór hóf annan leikhluta af krafti og sigruðu hann 17-29 og leiddu því í hálfleik með þrettán stigum 38-51.

Heiða Hlín Björnsdóttir var öflug í Þórsliðinu og skoraði 21 stig og tók 7 fráköst í fyrri hálfleiknum.

Grindvíkingar komu sterkari út í seinni hálfleikinn og tókst að minnka muninn í 4 stig í lok þriðja leikhluta og því mikil spenna í vændum fyrir síðasta leikhlutann. Grindvíkingum tókst að vinna upp fjögurra stiga muninn í síðasta leikhlutanum og lauk leiknum 81-81 og því þurfti að grípa til framlengingar.

Framlengingin var spennandi en Heiða Hlín tryggði 2 stiga sigur með körfu eftir stoðsendingu frá Sædísi Gunnarsdóttur og lauk leiknum 89-91.

Heiða Hlín var stigahæst í liði Þórs með 38 stig og tók 15 fráköst. Helga Rut var  með 20 stig 13 fráköst og 9 stoðsendingar. Gréta Rún Árnadóttir 12 stig, Sædís Gunnarsdóttir 9 stig 6 fráköst og  3 stoðsendingar, Kristín Halla Eiríksdóttir 6 stig. Þá voru þær Erna Rún, Belinda Berg og Alexandra Ósk með tvö stig hver.

Eftir fimm umferðir eru Þór í þriðja sæti deildarinnar með 6 stig. Liðið mætir KR í næstu umferð föstudaginn 11. nóvember klukkan 19:30.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó