NTC

Þau eru oddvitar í Norðausturkjördæmi

Þau eru oddvitar í Norðausturkjördæmi

Frestur til þess að skila inn framboðslistum fyrir komandi Alþingiskosningar rann út klukkan 12 í gær. Kaffið hefur fylgst vel með gangi mála í Norðausturkjördæmi og greint jafn óðum frá framboðslistum allra flokka í kjördæminu þegar þeir hafa verið staðfestir. Nú eru þeir allir komnir á hreint.

Um miðjan október leit út fyrir að tólf flokkar myndu bjóða fram í kjördæminu, en líkt og Kaffið greindi frá í gærkvöldi hafa framboð Græningja og Ábyrgrar framtíðar ákveðið að gera það ekki. Kjósendur munu því að öllum líkindum hafa val milli lista tíu stjórnmálaflokka þegar þeir stíga í kjörklefann þann 30. nóvember næstkomandi.

Hér að neðan má skoða framboðin tíu og oddvita þeirra í Norðausturkjördæmi, í stafrófsröð eftir listabókstöfum. Áfram verður fylgst með gangi mála í Norðausturkjördæmi á Kosningakaffinu.

Framboðin og oddvitar þeirra

B – listi Framsóknarflokks
Oddviti: Ingibjörg Ólöf Isaksen, alþingismaður.
Smellið hér til að skoða framboðslista Framsóknar í heild sinni.

C – listi Viðreisnar
Oddviti: Ingvar Þóroddsson, framhaldsskólakennari.
Smellið hér til að skoða framboðslista Viðreisnar í heild sinni.

D – listi Sjálfstæðisflokks
Oddviti: Jens Garðar Helgson, aðstoðarframkvæmdastjóri.
Smellið hér til að skoða framboðslista Sjálfstæðisflokksins í heild sinni.

F – listi Flokks fólksins
Oddviti: Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri.
Smellið hér til að skoða framboðslista Flokks Fólksins í heild sinni.

J – listi Sósíalistaflokks Íslands
Oddviti: Þorsteinn Bergsson, þýðandi og rithöfundur.
Smellið hér til að skoða framboðslista Sósíalista í heild sinni.

L – listi Lýðræðisflokks – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt
Oddviti: Gunnar Viðar Þórarinsson, athafnamaður.
Smellið hér til að skoða framboðslista Lýðræðisflokksins í heild sinni.

M – listi Miðflokks
Oddviti: Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, alþing­ismaður og formaður Miðflokks­ins.
Smellið hér til að skoða framboðslista Miðflokksins í heild sinni.

P – listi Pírata
Oddviti: Theodór Ingi Ólafsson, forstöðumaður.
Smellið hér til að skoða framboðslista Pírata í heild sinni

S – listi Samfylkingar – jafnaðarmannaflokks Íslands
Oddviti: Logi Einarsson, alþingismaður.
Smellið hér til að skoða framboðslista Samfylkingarinnar í heild sinni.

V – listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Oddviti: Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur.
Smellið hér til að skoða framboðslista Vinstri grænna í heild sinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó