NTC

Það versta sem íslenskir karlmenn gera á Tinder

tinder

Eva Björk Ben skrifar

Flestir kannast við Tinder. Fyrir þá sem ekki þekkja til er hægt að lýsa þessum samskiptamiðli á mjög einfaldan máta: Verulega grunnhyggin aðferð til að finna sér tilvonandi maka, sálufélaga eða bara leita sér af skyndikynnum án nokkurra bindinga. Þú setur inn 1-6 myndir af þér, skrifar stuttan texta og voila, þú ert kominn á Tinder, markað endalausra möguleika. Eða það helduru, þar til þú áttar þig á því að tilvonandi maka er mjög líklega frekar að finna á skemmtistað korter í 4 eins og Íslendingum er eðlislægast. Ég þekki samt nokkur pör sem kynntust á Tinder og ástin blómstrar svo við skulum ekki útiloka neitt.

Svona virkar þetta. Þú einfaldlega flettir til hægri og lækar þannig þá sem þér líst vel á og krossar fingur um að þeim finnist þú jafn aðlaðandi á þessum þremur myndum sem þú settir inn (sem yfirleitt gefa lítið til kynna hvaða manneskju þú hefur að geyma). Engin yfirborðskennd í því svosem. Ef ykkur líkar hvort annað fáiði svo match og við það opnast á spjall sem samskiptaform ykkar á milli.

Ég sem sjálfskipaður siðapostuli Tinder á Íslandi ákvað því að gera óformlega rannsókn og taka saman nokkra hluti sem konur eru sammála um að verði til þess að hinir frambærilegustu menn fái að fjúka til vinstri vegna nokkurra basic mistaka:


Of miklar upplýsingar í lýsingunni
Face it, þetta er grunnhygginn miðill. Þú ert ekki að fara vinna þér nein aukastig með því að skrifa ævisöguna í lýsinguna.

Myndir af mönnum standandi hjá dýrum bíl
Það er bara eitthvað við það, er þetta einu sinni bíllinn þinn? Tókstu kannski bara mynd af þér fyrir framan random BMW á bílastæðinu við Hagkaup í þeirri von um að það myndi gefa þér nokkur auka hægri swipe?

Mynd bara af bílnum hans
Heyrðu ég veit ekki með þig kall en ég kom hingað til að kynnast mönnum ekki bílum.

Skóli lífsins
Ætti ekki að þurfa að útskýra það en við getum orðað það þannig að Skóli lífsins hafi ekki beint útskrifað einhverja sérlega frambærilega Íslendinga hingað til sbr. öll kommentakerfi landsins.

Bara hópmyndir
5 myndir með 5 mönnum á hverri mynd. Ég hef bara ekki tíma í einhvern Hvar er Valli leik hérna.

Beautyfilter
Já karlmenn nota hann líka. Hvernig á ég að geta treyst nokkru sem þú segir ef þú byrjar að ljúga með fyrstu myndinni sem ég sé af þér?

Klisjukenndar tilvitnanir eða ófyndin fyndni í lýsingu
Ef þú ætlar að henda í quote, gerðu það hafðu það allavega frumlegt, þegar maður er búinn að sjá ,,Live life as you’ll die tomorrow, dream as if you’ll live forever“ hjá 10 mismunandi mönnum sama daginn þá er það orðið ósjálfrátt vinstri án þess sem svo mikið að líta á myndina.

Bara ein mynd
On to the next one. Facta það að það á enginn bara eina mynd af sér árið 2016.

Ber að ofan speglamynd

Það getur vel verið að þú lítir frábærlega út ber að ofan en þetta sendir okkur beint til vinstri.

Að skrifa hvernig konur þú vilt ekki í lýsinguna
Sjáumst gamli.

Bodybuilderinn
Týpan sem er bara með myndir af sér í ræktinni og með eitt grjóthart ,,motivation quote“ í lýsingunni. Það er gott að hugsa vel um sig en það er bara eitthvað off við það að virðast eiga lögheimili í World Class Laugum.

Að ljúga til um starfsheiti
Ótrúlegt hvað það eru margir CEO’s á Íslandi miðað við höfðatölu.

Innilegar myndir með sér og einni eða nokkrum mismundandi stelpum
Annað hvort ertu að gefa í skyn að þú vaðir í kvenfólki eða þú einfaldlega átt kærustu. Jú eða fyrrverandi sem þú ert ekki kominn yfir.

Bara selfies
Það má kalla okkur hræsnara fyrir þetta en við stelpurnar kunnum þó allavega að taka almennilegar selfies.

Alltof mikið af emojis
Þú ert ekki 14 ára stelpa er það?   😛 = Allra verstur.

Endalaus GIF
Að fyrsta message sé GIF og ég svara með GIF. Og hann sendir annað GIF. bara HALLÓ ÆTLARU AÐ SEGJA EITTHVAÐ EÐA?

 

Listinn er ekki tæmandi og það má eflaust færa marga hluti þarna yfir á dömurnar. Gangi ykkur vel!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó