Listasafnið

Sýning nemenda VMA á Amtsbókasafninu

Sýning nemenda VMA á Amtsbókasafninu

Í mars og fram í apríl er á Amtsbókasafninu er sýning á verkum nokkurra nemenda á listnáms- og hönnunarbraut VMA. Allt eru þetta myndverk eftir nemendur á myndlistarlínu brautarinnar. Sýningin er á jarðhæð í miðrými á milli kaffiteríu og afgreiðslu bókasafnins. Einu sinni áður hafa nemendur á listnáms- og hönnunarbraut VMA sýnt verk sín í Amtsbókasafninu en það var í desember 2023.

Á vefsíðu VMA kemur fram: „Dagný Davíðsdóttir, sem hefur umsjón með sýningarhaldinu á Amtsbókasafninu, sagði mjög ánægjulegt að eiga þetta samstarf við listnáms- og hönnunarbraut VMA og hún væntir þess að það verði árlegur viðburður.“

Sambíó
Sambíó