Stórsigur hjá Akureyri

Hafþór heldur áfram að heilla með spilamennsku sinni fyrir Akureyri

Akureyri mætti ungmennaliði Hauka í Grill66 deildinni í handbolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Akureyri var með 6 stig eftir 4 umferðir í deildinni eftir að hafa verið dæmt 10-0 tap gegn KA.

Akureyri vann öruggan sigur í leiknum gegn Haukum U. Lokatölur urðu 27-18 heimamönnum í vil. Hafþór Már Vignisson og Brynjar Hólm Grétarsson voru markahæstir í liði Akureyrar með 6 mörk hvor.

Akureyrir er nú í 2-3 sæti deildarinnar ásamt HK með 8 stig. KA menn sitja á toppnum með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó