Gæludýr.is

STEFnumót þann 15 októberMynd/STEF

STEFnumót þann 15 október

STEF stendur fyrir fræðslufundi á Akureyri í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

„Félagasamtök tón- og textahöfunda á Íslandi. Hlutverk STEFs er að varðveita og efla höfundarétt á sviði tónlistar“ segir á vefsíðu STEF.

Arnar Feyr Frostason og Hreiðar K. Hreiðarsson frá STEFi munu m.a. útskýra greiðsluflæði tónlistarveitna (t.d. Spotify) og fara yfir muninn á því að fá greitt sem höfundur eða sem flytjandi eða útgefandi. Einnig verður fjallað um fjárflæði vegna tónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og greint stuttlega frá starfsemi STEFs og þeirri þjónustu sem höfundum býðst.

Þá verða höfundum og upprennandi tónlistarfólki veitt holl ráð við að fóta sig í bransanum og koma sér á framfæri.

Staðsetning: Tónlistarskólinn á Akureyri (Hofi) í „samspilsstofunni“ sem formlega heitir stofa 357. Frá klukkan 17-18:30.

Allir velkomnir, frítt inn. Gestum verður boðið uppá kaffi og kleinur. 

Sambíó

UMMÆLI