NTC

Stefanía Daney varð fimmfaldur Íslandsmeistari

Stefanía Daney varð fimmfaldur Íslandsmeistari

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina. Íþróttafélagið Eik frá Akureri tók þátt og íþróttafólk félagsins stóð sig með prýði.

Stefanía Daney Guðmundsdóttir varð fimmfaldur Íslandsmeistari, í 100m hlaupi, 200m hlaupi, 400m hlaupi, spjótkasti og langstökki sem er hennar aðalgrein.

Helena Ósk Hilmarsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari í flokki 35-38 í 100m og 200m hlaupi.

Jón Margeir Sverrisson varð Íslandsmeistari í 3000m hlaupi og Kristófer Fannar Sigmarsson varð tvöfaldur íslandsmeistari í 800m hlaupi og spjótkasti.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó