Stefán Elí gefur út lagið Bara með þér

Akureyrski tónlistarmaðurinn Stefán Elí heldur áfram að gefa frá sér tónlist. Um helgina sendi Stefán frá sér lagið Bara með þér sem er nú aðgengilegt á tónlistarveitunni Spotify.

Þessi ungi og efnilegi tónlistarmaður hefur verið duglegur að senda frá sér lög á árinu. Stefán sendi frá sér sína fyrstu plötu síðastliðið sumar við góðar viðtökur. Bara með þér er fyrsta lagið sem Stefán gefur út í kjölfar plötunnar. Hægt er að hlusta á Bara með þér hér að neðan.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó