Prentmet Oddi hefur keypt eignir þrotabús Ásprents-Stíl og starfsemi hófst á ný þar í morgun. Þetta kemur fram á Akureyri.net í dag.
Ástprent-Stíll var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun mánaðar en Prenmet Oddi mun nú taka við starfseminni. Guðmundur Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Prenmets Odda segir í samtali við Akureyri.net að markmiðið sé að búa til rekstrarhæfa einingu sem getur þjónað Norðurlandi.