Snapchat stjörnurnar frá Akureyri – Gyða Dröfn

  • Snapchat er eitt mest notaða snjallsímaforrit á Íslandi í dag. Upprunalega var Snapchat einungis til þess að senda myndir til vina sinna sem hurfu eftir 10 sekúndur. Forritið hefur hinsvegar þróast töluvert síðan það kom fyrst út árið 2011. Nú er einnig hægt að fylgjast með lífi fólks í gegnum svokallaðar sögur sem það býr til. Þetta hefur vakið svakalegar vinsældir á Íslandi og hafa margir einstaklingar öðlast frægð í gegnum sögur sínar. Margir af frægustu „Snöppurum“ landsins koma frá Akureyri og Kaffið.is ákvað að heyra í þeim vinsælustu og kynnast þeim aðeins betur. Nú er komið að snapchat-stjörnunni Gyðu Dröfn.

Sjá einnig: Binni Glee
Sjá einnig: Enski boltinn
Sjá einnig: Birkir bekkur
Sjá einnig: Miðjan 

Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir –    gydadrofn 

Hvað ert þú með marga followers á snapchat?

Maður getur auðvitað aldrei vitað nákvæmlega hversu margir í heildina eru að fylgjast með mér, en oftast eru það á milli 4 og 5 þúsund sem horfa á story daglega.

Hvað eyðir þú miklum tíma á dag í snapchat?

Úff..erfitt að segja. Fer algjörlega eftir dögum, og svo er þessum tíma oft skipt yfir allann daginn svo það er erfitt að áætla heildartímann. Suma daga er ég í þvílíku stuði og kannski að gera eitthvað sem fólk vill mikið vera að spyrja um, á meðan suma daga er ég bara að gera eitthvað allt annað. Ætli þetta sé ekki að meðaltali svona um 3 tímar á dag, þó að stundum sé það mun meira.

Er snapchat að skila þér tekjum?

Já – ég fæ tekjur bæði í gegnum Snapchat sem og aðra miðla sem ég held úti. Ég er ekki að lifa á þessum tekjum og fer alltaf mjög varlega þegar kemur að samstarfi við fyrirtæki. Ég myndi t.d. aldrei fara í samstarf með fyrirtæki eða vörumerki sem ég sjálf trúi ekki á eða get ekki myndað persónulega tengingu við, þó svo að ég fengi greitt fyrir það. Hinsvegar er frábært að fá samstarf við vörumerki sem maður er kannski nú þegar að nota sjálfur, og fá þannig eitthvað fyrir þann tíma sem maður eyðir í að vera á Snapchat og svara fyrirspurnum frá fólki.

Færðu öðruvísi meðferð frá fólki útaf snappinu?

Það er nú kannski ekkert eitthvað svakalega mikið um það, en ég hef alveg lent í því einstaka sinnum að einhverjir á förnum vegi biðja kannski um mynd með mér. Ég finn stundum líka að fólki finnist það þekkja mig án þess að ég þekki það, en það er kannski búið að horfa á mig lengi og jafnvel spjalla við mig á Snapchat en ég hef hinsvegar aldrei séð þeirra andlit.

Hvað setur þú á Snapchat?

Bara allt mögulegt! Ætli ég falli ekki í flokkinn „lífstíls-snappari“, en mér finnst virkilega gaman að spá í öllu sem viðkemur heilsu og heilbrigðum lífstíl, förðun, tísku og heimilinu. Ég set á Snapchat allt sem mér finnst sniðugt, áhugavert, skemmtilegt eða fallegt, og einstaka sinnum finnst mér ég líka rosa fyndin (veit ekki hvort einhverjum öðrum finnst það samt?)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó