Gæludýr.is

Slysavarnadeildin á Akureyri afhendir hjartastuðtæki Hlusta

Slysavarnadeildin á Akureyri hefur afhent tvö hjartastuðtæki sem safnað var fyrir á Friðarvökunni á Akureyrarvöku en félagið lagði einnig fjármuni til kaupanna.

Annað tækið mun vera staðsett í Íþróttahöllinni á Akureyri og mun gagnast á ýmsum fjölmennum viðburðum sem eru haldnir þar eins og árshátíðir Akureyrarbæjar og Sjúkrahússins á Akureyri,  útskriftarhátíðir MA stúdenta og júbilanta auk fjölmennra íþróttaviðburða svo eitthvað sé nefnt.

Að sögn Aðalsteins Sigurgeirssonar forstöðumanns Íþróttahallarinnar sem veitti tækjunum viðtöku heimsækja á bilinu  þrjú til fjögurhundruð þúsund gestir húsið ár hvert.

Hitt tækið er staðsett í húsakynnum Glerárlaugar og gagnast þar sundlaugargestum en einnig verður hægt að nýta það í Íþróttahúsi Glerárskóla ef þörf krefur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó