Silvía Rán Björgvinsdóttir valin Íshokkíkona ársins

Silvía Rán Björgvinsdóttir valin Íshokkíkona ársins

Silvía Rán Björgvinsdóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins 2018 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Silvía Rán hefur spilað og æft með Skautafélagi Akureyrar um árabil og verið lykilleikmaður í kvennalandsliði Íslands í íshokkí. Silvía er afrekskona í íþróttinni og hefur m.a. tekið þátt í nokkrum heimsmeistaramótum.

,,Silvía Rán Björgvinsdóttir er vel að þessu komin enda frábær leikmaður í alla staði. Hún spilar með Skautafélagi Akureyrar í Íslandsmóti kvenna og U20 í karlaflokki, hún hefur um árabil spilað með landsliði Íslands í íshokkí og tekið þátt í nokkrum heimsmeistaramótum og verið gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir landsliðið frá 16 ára aldri. Íshokkísamband Íslands óskar Silvíu Rán innilega til hamingju með árangurinn.  Silvía Rán er fyrirmynd margra ungra leikmanna og er íshokkíhreyfingunni á Íslandi til mikils sóma,“ segir í tilkynningunni frá félaginu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó