Silja Jóhannesdóttir landaði bikarmeistaratitlinum í Criterium 2023 í hjólreiðum á þriðjudagskvöldið. Hún hefur sigrað allar þrjár keppnirnar sem hafa verið haldnar á árinu og tryggir sér þar með bikarinn. Þetta kemur fram á vef Hjólreiðafélags Akureyrar, HFA.
Harpa Mjöll Hermannsdóttir hefur einnig keppt í öllum þremur mótunum og er nú í 3. sæti í B flokki kvenna.
„Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu mótum, en í ágúst verður fjórða og síðasta bikarmótið ásamt Íslandsmeistaramótinu,“ segir í tilkynningunni á vef HFA.
UMMÆLI