Síðasti framboðslistinn kominn á hreint – Lýðræðisflokkurinn með tíu manns á lista og nýtt nafn í þriðja sætiLjósmynd: Lýðræðisflokkurinn.

Síðasti framboðslistinn kominn á hreint – Lýðræðisflokkurinn með tíu manns á lista og nýtt nafn í þriðja sæti

Lýðræðisflokkurinn hefur sent frá sér tilkynningu með staðfestum framboðslistum flokksins í öllum kjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar. Lýðræðisflokkurinn er því sá tíundi af tíu flokkkum sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi til þess að gefa út sinn lista í kjördæminu. Gunnar Viðar Þórarinsson, athafnamaður og framkvæmdarstjóri á Reyðarfirði, leiðir listann.

Breyting á þriðja sætinu

Líkt og Kaffið hefur áður greint frá þá sagði Lýðræðisflokkurinn frá efstu þrem sætum á framboðslistum sínum í öllum kjördæmum í síðustu viku. Í þeirri tilkynningu sagði að Bergvin Bessason, blikksmiður á Akureyri, myndi sitja í þriðja sæti listans. Breyting hefur orðið þar á, en á endanlegum framboðslista er það Kristína Ösp Steinke, kennari, sem skipar þriðja sætið. Bergvin skipar sjöunda sætið. Aðeins eru tíu manns á lista. Listann í heild sinni er að finna hér að neðan.

Framboðslisti Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi:

1. Gunnar Viðar Þórarinsson – athafnamaður
2. Helga Dögg Sverrisdóttir – kennari og sjúkraliði
3. Kristína Ösp Steinke – kennari
4. Kristinn Hrannar Hjaltason – sjómaður
5. Elsabet Sigurðardóttir – ritari
6. Pálmi Einarsson – hönnuður
7. Bergvin Bessason – blikksmiður
8. Sigríður Ásný Ketilsdóttir – seiðkona
9. Rúnar Bjarni Bjarnason – verktaki
10. Jóhanna Ýr Stefánsdóttir – húsmóðir

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó