Flestir Akureyringar kannast án efa við kaffilyktina sem reglulega leggst yfir bæinn. Ófáar kynslóðir Akureyringa kannast við þessa lykt, en hún hefur stafað af kaffibrennsluofni Nýju Kaffibrennslunnar. Kaffibrennsla hefur farið fram á Akureyri í tæp hundrað ár. Nú hefur þessi lykt leikið um bæinn í síðasta skiptið því ofninn verður fluttur til Njarðvíkur á næstunni.
Starfsemi mun þó halda áfram í húsnæðinu við Tryggvabraut, þar sem áfram verður bæði lager og afgreiðsla. Hagræðinginn felst aðeins í því að brennslan sjálf mun fara fram á Njarðvík, þar sem húsið við Tryggvabrautina er ekki lengur nógu stórt undir starfsemina. Engum starfsmönnum fyrirtækisins á Akureyri hefur verið sagt upp vegna hagræðinganna.
Nánar var fjallað um málið í innslagi RÚV í gærkvöldi.