Séra oddviti – Sindri Geir í fyrsta sæti á framboðslista Vinstri grænnaLjósmynd: Aðsend.

Séra oddviti – Sindri Geir í fyrsta sæti á framboðslista Vinstri grænna

Framboðslisti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á kjördæmisþingi flokksins á Laugum í Reykjadal í dag. Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju, situr þar í fyrsta sæti. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sindri skipar sæti á framboðslista Vinstri grænna, en hann sat í 9. sæti listans fyrir Alþingiskosningarnar 2016.

Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi í Þingeyjarsveit, skipar annað sæti listans og Guðlaug Björgvinsdóttir, öryrki á Reyðarfirði, er í því þriðja. Athygli vekur að núverandi þingmenn flokksins í kjördæminu, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Jódís Skúladóttir, sóttust ekki eftir toppsætum á listanum. Bjarkey skipar heiðurssætið en Jódís er ekki á lista.

Framboðslisti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi:

  1. Sindri Geir Óskarsson – sóknarprestur – Akureyri
  2. Jóna Björg Hlöðversdóttir – bóndi – Kinn, Þingeyjarsveit
  3. Guðlaug Björgvinsdóttir – öryrki – Reyðarfirði
  4. Klara Mist Olsen Pálsdóttir – leiðsögumaður og skipstjóri – Ólafsfirði
  5. Tryggvi Hallgrímsson – félagsfræðingur – Akureyri
  6. Jónas Davíð Jónasson – landbúnaðarverkamaður – Hörgársveit
  7. Óli Jóhannes Gunnþórsson – rafvirkjanemi – Seyðisfirði
  8. Aldey Unnar Traustadóttir – hjúkrunarfræðingur – Húsavík
  9. Ásrún Ýr Gestsdóttir – bæjarfulltrúi – Hrísey
  10. Örlygur Kristfinnsson – myndasmiður – Siglufirði
  11. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir – sveitarstjórnarfulltrúi og húsasmiður – Seyðisfirði
  12. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir – Sérfræðingur í byggðarannsóknum – Þórshöfn
  13. Hlynur Hallsson – myndlistarmaður – Akureyri
  14. Guðrún Ásta Tryggvadóttir – grunnskólakennari – Seyðisfirði
  15. Ásgrímur Ingi Arngrímsson – skólastjóri – Fljótsdalshéraði
  16. Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson – stálvirkjasmiður – Þingeyjarsveit
  17. Frímann Stefánsson – stöðvarstjóri – Akureyri
  18. Rannveig Þórhallsdóttir – fornleifafræðingur og kennari – Seyðisfirði
  19. Steingrímur J. Sigfússon – fyrrverandi þingmaður og ráðherra – Þistilfirði
  20. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir – þingmaður og fyrrverandi ráðherra – Ólafsfirði

UMMÆLI

Sambíó