Guðríður Erla Friðriksdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, segir í samtali við fréttastofu RÚV að mistök hafi verið gerð við ráðningu ráðgjafa í sorpmálum. Þetta kemur fram á vef RÚV
Guðríður segir að það hafa verið mistök að gæta ekki betur að hagsmunatengslum við ráðninguna en ráðgjafinn er barnsfaðir forstöðumanns sorpmála bæjarins. Staðan var ekki auglýst eða boðin út, þar sem greiðslur voru undir viðmiðunarmörkum. Ráðgjafinn var ráðinn vegna brýnnar þarfar og getu hans til að hefja störf með skömmum fyrirvara, er haft eftir Guðríði á RÚV.
Verkefnið stóð yfir í rúmt ár, frá nóvember 2022 til janúar 2024, og ráðgjafinn fékk greiddar rúmar 12 milljónir króna án virðisaukaskatts. Forstöðumaður sorpmála kom ekki að ráðningunni eða verkstjórn verkefnisins að sögn Guðríðar sem tekur einnig fram að tafir á breytingum á sorphirðukerfi bæjarins tengist ekki ráðgjafastörfunum.
Hægt er að lesa nánar á vef RÚV.