NTC

Sannkölluð sælkeraveisla á Töðugjöldum í Ýdölum

Sannkölluð sælkeraveisla á Töðugjöldum í Ýdölum

Nú fer hver að verða síðastur í að næla sér í miða á Töðugjöld 2024 Arctic Challenge í Ýdölum, Þingeyjarsveit. Um er ræða föstudags- og laugardagskvöldin 27. og 28. september næstkomandi og er takmarkaður sætafjöldi í boði, eða um fimmtíu hvort kvöldið. Miðakaup fara fram á tix.is, miðaverð er 8.990kr fyrir matinn og 14.990kr með vínpörun, húsið opnar kl. 18:00 og maturinn byrjar kl. 19:00.

Sindri Freyr Ingvarsson matreiðslumaður, sigurvegari Arctic Chef 2024, sér um að matreiða dýrindis
krásir úr hráefni sem að megninu til kemur úr héraðinu. Sindri hefur unnið á Michelin stað í Danmörku en einnig vann hann á Dill undir Gunnari Karli Gíslasyni. Sindri Freyr var síðan hluti af landsliði matreiðslumanna á Ólympíuleikunum 2024 og starfar nú hjá Berjaya hotels á Akureyri.

Ásamt honum mun Elmar Freyr Arnaldsson, framreiðslumaður, sem lenti í öðru sæti í Arctic Mixologist 2024, sjá um vínpörun ásamt því að bjóða upp á kokteilinn sem að landaði honum öðru sætinu í keppninni. Elmar hefur starfað á Rub23 og Centrum Kitchen & Bar þar sem hann var með yfirumsjón yfir barnum en starfar þar nú sem veitingastjóri. Sömuleiðis hefur hann keppt í öllum barþjónakeppnum Arctic Challenge enda mikill áhugamaður um kokteilagerð og -keppnir.

Matseðillinn og drykkjarseðillinn eru ekki af verra endanum en sérstök áhersla er lögð á hráefni úr héraðinu. Seðlarnari eru einstaklega fjölbreyttir, og gómsætir, og ættu því allir að njóta þess að fara í matarferðalag um Noðurlandið. Þetta er tækifæri sem matgæðingar og aðrir ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

Matseðill:

Taðreyktur silungur frá Geiteyjarströnd
soðbrauð – hvönn – broddkúmen – sýrður rjómi

Kartöflur frá Vallakoti
skessujurt – Feykir ostur – sinnepsfræ

Bleikja frá Haukamýri
súrmjólk – piparrót – gúrka frá Hveravöllum – rúgbrauð frá Hverabrauði

Ærfilé frá Hriflu
ærhjörtu frá Hriflu – grænkál frá Vallakoti – hamsatólgur frá Stóruvöllum

Skyrmús frá Hriflu
sýrð krækiber – aðalbláber – karamella – kerfill (ber tínd úr héraði)

Kokteilaseðill:

Stóruvellir Spritz
rabbarbarasíder – eldblóm – stikkilber

Wake up call
Arctic Mixologic kokteill 2024
kryddjurtalegið vodka – aperol, sætur vermouth, espresso infused

Skútustaðar-Sveppur
sveppalegið viskí – rúgbrauðsbjórssýróp frá Mývatnsöl – kakó bitter

Ýdalir mojito
romm – myntulíkjör – mjaðjurtarsýróp – hundasúra – lime

VG

UMMÆLI