Knattspyrnukonan Sandra María Jessen lék sinn 50. landsleik fyrir A-landslið Íslands þegar Ísland mætti Noregi síðastliðinn föstudag. Í kjölfarið fékk hún heiðursviðurkenningu vegna áfangans.
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, og Helga Helgadóttir varaformaður KSÍ, afhentu Söndru áletrað úr eftir leikinn sem er hefð skv. reglugerð KSÍ um veitingu landsliðs- og heiðursviðurkenninga.
Þær Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Vilhjálmsdóttir fengu sömu viðurkenningu en þær spiluðu einnig sinn 50. landsleik nýlega.