Hlustendaverðlaunin 2025 voru afhent við hátíðlega athöfn á Nasa síðastliðinn fimmtudag. Akureyringurinn Pétur Már Guðmundsson, Saint Pete, vann verðlaunin Nýliði ársins.
Saint Pete gaf út sitt fyrsta lag, Akureyri, árið 2024 og fylgdi því eftir með plötunni Græni Pakkinn sem sendi frá sér plötuna Græni Pakkinn á síðasta ári. Platan sló í gegn og öll sex lög plötunnar fóru beint á topplista Spotify yfir mest spiluðu lög Íslands.