Sagnalist segir sögu biskupsfrúar

Sagnalist segir sögu biskupsfrúar

Önnur þáttaröð af hlaðvarpsþáttunum Sagnalist með Adda & Binna hefst í dag. Ár er liðið frá því að fyrsti þáttur þeirra félaga fór í loftið en alls urðu þættirnir sextán síðastliðinn vetur. Viðtökur við fyrstu þáttaröð voru góðar og því hafa Arnar Birgir og Brynjar Karl ákveðið að dusta rykið af hljóðnemanum og fara af stað með nýja seríu.

Ný þáttaröð verður með svipuðu sniði og áður. Sögur af áhugaverðu fólki og spennandi atburðum liðinna tíma verða í forgrunni í bland við reynslusögur og hugleiðingar þáttastjórnenda. Í fyrsta þætti leiða þeir hlustendur á miðaldaslóðir og ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur – í bókstaflegri merkingu. Fjallaklifur kemur við sögu og biskupsfrú á flótta svo eitthvað sé nefnt.  

Þættirnir eru aðgengilegir á streymisveitunni Spotify. Fyrsti þátturinn í nýrri seríu, Í fótspor frúarinnar á Hólum, er kominn í loftið.

Sambíó

UMMÆLI