SA tilkynnti að Sædís Heba Guðmundsdóttir hafi verið krýnd skautakona ársins 2024 hjá listskautadeild síðastliðinn sunnudag.
„Sædís Heba átti frábært ár en hún byrjaði árið á því að ná 15. sæti í Advanced Novice flokki á Norðurlandamótinu sem fram fór í Lettlandi í febrúar. Sædís skautaði í fyrsta sinn í Junior flokki þegar hún náði öðru sæti á Vormótinu sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í mars. Sædís tók þátt í tveimur Grand Prix mótum í haust fyrst í Lettlandi og svo í Póllandi þar sem hún bætti sitt eigið stigamet. Sædís lokaði svo frábæru keppnistímabili með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Junior flokki á Íslandsmeistaramóti ÍSS sem fram fór í Egilshöll í lok nóvember en þar fékk Sædís 112.04 Stig. Við óskum Sædísi til hamingju með nafnbótina og frábæran árangur á árinu,“ segir á vefsíðu SA.
UMMÆLI