Listasafnið

Ritlistakvöld með Erpi EyvindarsyniMynd/Akureyrarbær

Ritlistakvöld með Erpi Eyvindarsyni

Erpur Eyvindarson, öðru nafni Blaz Roca, verður leiðbeinandi á ritlistakvöldi Ungskálda í Lystigarðinum miðvikudagskvöldið 26. mars.

Erpur er einn þekktasti rappari landsins og meðlimur XXX Rottweilerhundanna. Auk tónlistar hefur hann mikla reynslu af ritstjórn, handrita- og greinarskrifum og hefur stýrt bæði sjónvarps- og útvarpsþáttum.

„Kvöldið er opið ungu fólki á aldrinum 16–25 ára sem hefur áhuga á ritlist og er þátttaka ókeypis. Frábært tækifæri til að læra af reyndum listamanni, kynnast öðrum skrifandi ungmennum og jafnvel lesa upp eigin verk,“ segir á vef Akureyrarbæjar.

Þetta er fyrra af tveimur ritlistakvöldum í tilefni af Ungskáldum 2025. Seinna kvöldið verður auglýst síðar. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Nánari upplýsingar á ungskald.is

Sambíó
Sambíó