Gæludýr.is

Rakel og Sesselía undir Reyniviðnum

Rakel og Sesselía undir Reyniviðnum

Þriðjudaginn 13. júní koma tveir listamenn úr Pastel ritröð fram undir Reyniviðnum í Menningarhúsi í Sigurhæðum. Rakel Hinriksdóttir er rithöfundur og grafískur hönnuður á Akureyri og gaf út verk númer 35 í Pastel ritröð á sumardaginn fyrsta nú í vor. Sesselía Ólafs er leikkona, rithöfundur og bæjarlistamaður Akureyrar árið 2023. Hún gaf út verk í Pastel ritröð árið 2021. Þær verða báðar ef til vill líka með nýtt og enn ferskara efni í farteskinu á þessum þriðjudagseftirmiðdegi undir reyni.

Viðburðurinn hefst klukkan fimm og stendur í hálftíma. Aðgangur er ókeypis og er meðfjármagnaður af Menningarsjóði Akureyrarbæjar og Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi Eystra. Hægt er að kaupa sér kaffi, te og drykki á staðnum. Ef svalt er í veðri, þá verður viðburðurinn fluttur inn í dagstofur Sigurhæða, sem eru opnar. Öll eru velkomin á viðburðinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó