Ragnheiður leitar að sprautufíklum á Akureyri

Þórunn Ármannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Þröstur Ólafsson sjálfboðaliðar við störf hjá Frú Ragnheiði. Mynd: facebook síða Fr. R.

Frú Ragnheiður er verkefni, á vegum Reykjavíkurdeild Rauða Kross Íslands. Verkefnið byggir á skaðaminnkun með því að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, líkt og heimilislausra og fólk með vímuefnavanda, með því að bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu í þeirra nærumhverfi án allra fordóma og kvaða.

Þá birti Frú Ragnheiður færslu á facebook síðu sinni þar sem þau auglýsa eftir fólki sem býr á Akureyri og notar vímuefni í æð til þess að geta boðið þeim heilsuvernd með því að t.d. gefa fólkinu hreinar nálar til að sporna við sjúkdómasmitum. Þá segjast þau hafa heyrt af því að það sé mögulega þörf á verkefninu á Akureyri.

Frú Ragnheiður hefur verið starfandi frá því árið 2009 og síðan þá hafa rúmlega 500 einstaklingar nýtt sér hjálpina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó