NTC

Norræn ráðstefna um mál og kyn haldin í Háskólanum á Akureyri

Mynd: unak.is

10. norræna ráðstefnan um mál og kyn verður haldin í Háskólanum á Akureyri dagana 20.-21. október 2017. Ráðstefnan er nú haldin í fyrsta sinn á Íslandi en hún er helsti vettvangur norrænna fræðimanna til fræðilegrar umræðu á þessu sviði rannsókna.

Ráðstefnan á rætur sínar innan málvísinda og hefur þannig einkum höfðað til þeirra sem fást með einum eða öðrum hætti við mál og kyn innan ramma félagslegra málvísinda, orðræðu- og/eða samtalsgreiningar, mállýskufræða, málsögu eða annarra greina málvísinda, en hún er þó ekki síður opin fræðafólki sem nálgast þetta efni frá sjónarhóli félagsfræði, kynjafræði, bókmenntafræði, menntunarfræði og fleiri greina.

Laugardaginn 21. október kl. 13 fer svo fram opið málþing innan ráðstefnunnar sem ber heitið Kynsegin íslenska og er opið öllum án endurgjalds.

 

VG

UMMÆLI

Sambíó